VG hafnar sameiningaráformum í borginni

Sóley Tómasdóttir
Sóley Tómasdóttir

Sól­ey Tóm­as­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Vinstri grænna, mót­mæl­ir áform­um meiri­hlut­ans í Reykja­vík að sam­eina grunn- og leik­skóla í borg­inni.

„Þessi vinnu­brögð meiri­hlut­ans eru til marks um óskýra for­gangs­röðun og handa­hófs­kennda nálg­un gagn­vart viðfangs­efn­um borg­ar­inn­ar. Full­trú­ar Vinstri grænna í ráðum og nefnd­um borg­ar­inn­ar hafa ít­rekað bent á mik­il­vægi þess að ein­falda stjórn­kerfið með hagræðingu og aukna nærþjón­ustu að leiðarljósi – enda séu slík­ar breyt­ing­ar for­senda fyr­ir öðrum ákvörðunum. Meiri­hlut­inn hef­ur þrátt fyr­ir það kosið að setja næst­um hvern ein­asta starfsstað borg­ar­inn­ar í upp­nám með til­heyr­andi af­leiðing­um fyr­ir borg­ar­búa án þess að sýnt hafi verið fram á sam­hengi mögu­legra breyt­inga við fyr­ir­hugaðar stjórn­kerf­is­breyt­ing­ar,“ seg­ir í bók­un sem Sól­ey lagði fram í borg­ar­ráði í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert