Í kjölfarið á umfjöllun um díoxínmengun í Skutulsfirði hafa birst fréttir víða í erlendum fjölmiðlum um að mengað íslenskt kjöt hafi verið sent á erlenda markaði.
Þetta kemur fram á vefsíðu Bændablaðsins.
Þar segir að komið hafi fram að tæplega 5 tonn af
kindakjöti hafi verið flutt út til Bretlands (2,2 tonn) og Spánar (2,7 tonn)
sem eiga uppruna sinn af svæðinu fyrir vestan.
Yfirvöldum er skylt að tilkynna ef að grunur leikur á um að mengaðar vörur hafi farið á markað. Matvælastofnun hefur sent út fréttatilkynningu á ensku, þar sem málið er útskýrt.