Dregur úr vindi

mbl.is

Á næstu klukkustundum má búast við því að það fari að draga úr vindi, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Björgunarsveitir hafa þurft að sinna fjölda útkalla í allan morgun, einkum í Hafnarfirði og á Reykjanesi. Að sögn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar voru fyrstu útköll um fjögur í nótt.

Flest útköll hafa verið á Reykjanesi, eða um þrjátíu talsins. Fimmtán sinnum hefur verið kallað eftir aðstoð í Hafnarfirði. Björgunarsveitir eru margar í viðbragðsstöðu vegna ástandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert