Dæluskipið Skandia komið til landsins

Dýpkunarskipið Skandia kom til Vestmannaeyjahafnar í miklu hvassviðri.
Dýpkunarskipið Skandia kom til Vestmannaeyjahafnar í miklu hvassviðri.

Dýpkunarskipið Skandia lagði að höfn í Vestmannaeyjum rétt fyrir miðnætti í nótt eftir sex daga siglingu frá Danmörku. Skipið mun koma til með að leysa dæluskipið Perluna af og hefur dýpkunarframkvæmdir í Landeyjahöfn um leið og veðri slotar.

Skandia lestar fimmhundruð rúmmetra í hverri ferð og er því töluvert öflugri en Perlan, sem lestar þrjúhundruð rúmmetra.

Íslenska gámafélagið, sem hefur skipið á leigu, gerði samning við Siglingamálastofnun fyrir áramót. Gert var ráð fyrir að Skandia kæmi hingað til lands fyrir nokkrum dögum, en vegna óveðurs í Danmörku þótti ráð að láta skipið bíða í vari.

Að sögn Stefáns Stefánssonar,  framkvæmdastjóra verktakasviðs gámafélagsins, gekk ferðin ágætlega þrátt fyrir töluvert hvassviðri við Íslandsstrendur. Skipið þurfti raunar að vera í vari við Skagen í Danmörku um tíma vegna óveðurs þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert