Læstist úti í óveðri á nærbuxunum

Nærbuxur eru til af ýmsum stærðum og gerðum, en eru …
Nærbuxur eru til af ýmsum stærðum og gerðum, en eru að öllu jöfnu ekki ætlaðar til útivistar í ofsaveðri. Árni Sæberg

Njarðvíkingurinn Örvar Kristjánsson,  körfuknattleiksþjálfari hjá Fjölni, lenti í nokkrum ógöngum í óveðrinu sem gekk yfir í nótt.

Frá þessu segir á vef Víkurfrétta. 

Örvar fór út á nærbuxunum einum fata um miðja nótt  til að loka heitum potti. Ekki vildi betur til en að hann læstist úti, en nágrannar hans miskunnuðu sig yfir hann og hleyptu honum inn í hlýjuna þar sem hann dvaldi, uns hægt var að opna húsið hans.

Í viðtali við Víkurfréttir fagnaði Örvar því að frost var lítið og þakkaði nágrönnum sínum góðmennsku og skilning. Hann sagði að sér hefði ekki  orðið meint af.

Frétt Víkurfrétta

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert