Norðmenn setja á löndunarbann

mbl.is

Norska verkalýðshreyfingin er búin að setja löndunarbann á íslensk loðnuskip á meðan verkfalli bræðslumanna stendur.

Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, hefur fyrir hönd AFLs og Drífanda, annast samskipti við norrænu verkalýðshreyfinguna og var í morgun í viðtali við norskt dagblað vegna málsins eftir að norska verkalýðshreyfingin hafði tilkynnt um löndunarbannið.

Boðað hefur verið til stjórnarfundar í færeyska alþýðusambandsinu vegna tilmæla SGS um löndunarbann og er búist við formlegu svari fyrir helgi. Þá liggur og fyrir erindi SGS til 3F í Danmörku.

Verkfall bræðslumanna á Íslandi hefst á þriðjudagskvöld hafi samningar ekki tekist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert