Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, segir að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hafi sóað tíma og peningum fámenns sveitarfélags með málarekstri. Hún sé of dýr ráðherra og varpar því fram að hún fái sér vinnu við „eitthvað annað“.
Ragnheiður Elín fjallar um dóm Hæstaréttar, sem í gær dæmdi að umhverfisráðherra hefði ekki farið að lögum þegar hún neitaði að staðfesta aðalskipulag Flóahrepps.
Lögbrot ráðherrans hefur sóað dýrmætum tíma og peningum fámenns sveitarfélags í óþarfa málarekstur, tafið framkvæmdir sem skapað hefðu fjölda manns atvinnu og þjóðarbúinu tekjur. Mér finnst þetta alvarlegt og mér finnst þessi ráðherra vera of dýr í rekstri.
Ef vinstri-grænir stæðu ekki alltaf gegn allri atvinnuuppbyggingu gæti Svandís Svavarsdóttir kannski fengið vinnu við „eitthvað annað“ einhvers staðar annars staðar, þar sem hún veldur minni skaða. Vill einhver ráða fyrrverandi umhverfisráðherra í vinnu?“ segir Ragnheiður Elín.