Ólafur Ragnar ræddi við Clinton

Ólafur Ragnar og Bill Clinton.
Ólafur Ragnar og Bill Clinton. Forsetaembættið

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti fund með Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York í gær. Á fundinum ræddu þeir um glímu Íslendinga við afleiðingar fjármálakreppunnar og þann árangur sem náðst hefur.

Ólafur Ragnar og Clinton ræddu einnig mikilvægi hreinnar orku og rannsóknir íslenskra vísindamanna á bráðnun jökla og breytingum á náttúrunni. Þá var fjallað um þróun mála á norðurslóðum, opnun nýrra siglingaleiða milli Asíu, Evrópu og Ameríku en lega Íslands skapar landinu lykilsess í ljósi þeirra breytinga sem þá yrðu á heimsviðskiptum. Í fréttatilkynningu frá forsetaembættinu segir að Kínverjar, Indverjar og Rússar hafi vaxandi áhuga á samstarfi við Ísland og mikilvægt sé að Ísland, Bandaríkin og aðrar þjóðir á norðurslóðum bregðist við þeim verkefnum sem bráðnun íss kallar á. Þá var og fjallað um mótmælin í Mið-Austurlöndum og hvernig ný upplýsingatækni eykur áhrifamátt almennings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert