Stuðningshópur mótmælir ákæru

Snorri Páll Jónsson var handtekinn þann 21. maí 2009. Hér …
Snorri Páll Jónsson var handtekinn þann 21. maí 2009. Hér deilir hann við lögreglumenn í héraðsdómi. Jakob Fannar Sigurðsson

Stuðningshópur hinna svo kölluðu „níumenninga“ mótmæla ákæru á hendur Snorra Páli Jónssyni og Sunnevu Weisshappel. Segja þau ákæruna, sem var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, brjóta gegn lögum um meðferð sakamála. Vilja þau að málinu verði vísað frá. Snorri Páll er einn „níumenninganna“.

Samkvæmt frétt DV frá því í dag, þá hafði lögreglan afskipti af Snorra þar sem hann og Sunneva voru að ganga heim til sín aðfaranótt 21. maí árið 2009. Ástæða afskiptanna var sögð sú að hann hefði hrækt í áttina að bifreið lögreglunnar.

Stuðningshópurinn gerir athugasemd við tímasetningu ákærunnar: „Ekkert stóð í vegi fyrir kæru í kjölfar atburðarins hins 21. maí 2009 ef ástæða var fyrir henni. Það að málið sé tekið upp að nýju rúmu ári síðar með engum viðbættum upplýsingum, verður að teljast sérkennilegt og lyktar framkvæmdin af ofsóknum,“ segir í tilkynningu frá stuðningshópnum.

Lesa má tilkynningu stuðningshópsins hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert