Undirskriftarsöfnun gegn Icesave

Reuters

Samtökin Samstaða þjóðar gegn Icesave hafa boðað til blaðamannafundar þar sem fjölmiðlum verður gerð grein fyrir undirskriftarsöfnun á  netinu, þar sem skorað er á forseta Íslands að synja væntanlegum lögum um ríkisábyrgð á Icesave reikningum í Bretlandi og Hollandi og vísa þeim til þjóðarinnar til ákvörðunar.

Fundurinn mun fara fram í Þjóðmenningarhúsinu nk. mánudag. Fram kemur í tilkynningu að samtökin séu skipuð einstaklingum og félagasamtökum.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert