Marinó G. Njálsson, sem var einn af forsvarsmönnum Hagsmunasamtaka heimilanna, skrifaði ritstjóra og fréttastjóra DV tölvupóst í gærkvöldi og fór fram á að fá greiddar 400 þúsund krónur vegna þess að DV greindi frá húsnæðisskuldum hans.
Þetta kemur fram á vef DV. Segir þar að tilefnið sé dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í gær þar sem ritstjórar og blaðamaður DV voru dæmdir til að greiða Eið Smára Guðjohnsen 400 þúsund krónur í miskabætur vegna umfjöllunar DV um fjármáal hans.