Vill bætur eins og Eiður

Marinó G. Njálsson.
Marinó G. Njálsson.

Marinó G. Njáls­son, sem var einn af for­svars­mönn­um Hags­muna­sam­taka heim­il­anna, skrifaði rit­stjóra og frétta­stjóra DV tölvu­póst í gær­kvöldi og fór fram á að fá greidd­ar 400 þúsund krón­ur vegna þess að DV greindi frá hús­næðis­skuld­um hans.

Þetta kem­ur fram á vef DV. Seg­ir þar að til­efnið sé dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur í gær þar sem rit­stjór­ar og blaðamaður DV voru dæmd­ir til að greiða Eið Smára Guðjohnsen 400 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur vegna um­fjöll­un­ar DV um fjár­máal hans.

Frétt DV

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert