Arion banki hefur þurft að afskrifa 35-40 milljarða króna vegna viðskipta sinna við Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskyldu vegna reksturs Haga og 1998 ehf. Ríkisútvarpið greindi frá þessu.
Þetta varð ljóst eftir sölu bankans á rúmlega þriðungs hlut í Högum sem greint var frá í gær. Undir Haga heyra m.a. Bónus, Hagkaup, Útilíf og fleiri verslanir.
Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda átti áður Haga og eignarhaldsfélag þess, 1998 ehf. Skuld 1998 ehf. við Kaupþing, þegar það fór í þrot, um 50 milljarðar króna. Arion banki hefur farið með eignarhlut Haga eftir bankahrunið og þurft að afskrifa tugi milljarða þess vegna, að sögn fréttastofu RÚV.
Markaðsvirði Haga í dag er 12,5 milljarðar króna, miðað við sölu hlutarins í gær. Talsmaður Arion banka benti á það í frétt RÚV að ekki sé búið að selja nema hluta Haga en staðfesti að afskriftirnar séu umtalsverðar.