Ráðherrar svara ekki fyrirspurn

Kristín H. Tryggvadóttir.
Kristín H. Tryggvadóttir.

„Ég bíð enn eftir svari, ég hef ekki heyrt í neinum þeirra,“ segir Kristín H. Tryggvadóttir ellilífeyrisþegi.

Hún sendi fjórum ráðherrum, forsætis-, fjármála-, velferðar- og innanríkisráðherra, bréf fyrir um hálfum mánuði og óskaði skýringa á því hvers vegna hún þyrfti að borga um 240.000 kr. í dvalarkostnað á Hrafnistu og héldi eftir aðeins um 65.000 kr. af yfir 400.000 kr. lífeyrisgreiðslum.

Kristín segist meta það svo að viðkomandi ráðherrum finnist að hlutirnir eigi að vera eins og þeir séu. Það sé furðulegt vegna þess að ríkið taki ekki tekjurnar frá ellilífeyrisþegum einu sinni heldur tvisvar. „Fyrst taka þeir allt og láta okkur síðan borga dvalarkostnaðinn. Þeir spara því ansi mikið á því að láta okkur greiða í lífeyrissjóð og hafa okkur á dvalarheimili.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert