Samtök atvinnulífsins, SA, segjast í tilkynningu ítrekað hafa bent á það á vef sínum að neitun umhverfisráðherra á að staðfesta skipulag hreppanna við Þjórsá væri bæði ómálefnaleg, andstæð lögum og einungis til þess fallin að tefja fyrir mikilvægri uppbyggingu og fjárfestingum hér á landi.
Með framferði sínu væri Svandís Svavarsdóttir að þóknast „þröngum pólitískum hagsmunum“ VG.
Í október sl. óskuðu SA eftir því við forsætisráðherra að áfrýjun málsins af hálfu stjórnvalda yrði dregin til baka. Forsætisráðherra hlyti að íhuga stöðu Svandísar.