Undirskriftasöfnun gegn Icesave

Und­ir­skrifta­söfn­un gegn nýju Ices­a­ve-frum­varpi er haf­in á net­inu á vefsíðunni kjos­um.is.

Þar kem­ur  fram að sam­tök­in Samstaða gegn Ices­a­ve standi á bak við und­ir­skrif­a­söfn­un­ina. Það eru „sam­tök fjöl­margra sem stofnuð eru til þess að berj­ast gegn því að Rík­is­sjóður Íslands taki á sig ábyrgð á Ices­a­ve- inn­láns­reikn­ing­um Lands­bank­ans í Bretlandi og Hollandi. Sam­tök­in hafa hrint af stað und­ir­skrifta­söfn­un til að skora á for­seta Ísland að staðfesta ekki ný lög sem fela í sér ábyrgð rík­is­sjóðs á Ices­a­ve og vísa þeim til þjóðar­inn­ar,“ eins og seg­ir á vefsíðunni.

Ekki eru sögð nán­ari deili á aðstand­end­um und­ir­skrif­a­söfn­un­ar­inn­ar.

Þegar hafa tæp­lega 1100 manns skráð sig á síðuna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka