52.000 taka út séreignasparnað

Búið er að taka út 39 milljarða af séreignasparnaði.
Búið er að taka út 39 milljarða af séreignasparnaði. Nærmynd

Ríflega 52 þúsund manns hafa frá því í mars 2009 nýtt sér heimild til að taka út séreignarsparnað, eða viðbótarlífeyrissparnað, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra.

Sótt hefur verið um að taka út sparnað upp á rúma 49 milljarða króna. Þegar er búið að greiða um 39 milljarða króna og afgangurinn verður að mestu greiddur út á þessu ári. Um tímabundna heimild er að ræða, fyrir þá sem eru yngri en 60 ára. Frestur til að sækja um úttektirnar rennur út 1. apríl nk. Hámarksúttekt er 5 milljónir króna. 



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert