Fjórðungur vill ekki stjórnlagaþing

Kosið til Stjórnlagaþings á Kjarvalsstöðum
Kosið til Stjórnlagaþings á Kjarvalsstöðum Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fjórðungur kjósenda vill að hætt verði við stjórnlagaþing, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem Ríkisútvarpið greindi frá. Flestir vilja að fulltrúarnir 25 sem kosnir voru verði valdir í stjórnlaganefnd.

Niðurstaða þjóðarpúls Gallup var að 41% vilja stjórnvöld geti valið aftur þau 25 sem kosin voru til stjórnlagaþings. En 25% landsmanna vilja að hætt verði við stjórnlagaþingið. Um 20% vilja að boðað verði til nýrra kosninga en 11,5% fresta þinginu um tíma.

Nokkur munur var á afstöðu fóllks eftir búsetu þess. Þannig vildu 19% höfuðborgarbúa hætta við þingið en 36% íbúa annars staðar á landinu.

Stjórnlagaþing átti að hefjast á þriðjudaginn kemur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert