Fjórðungur vill ekki stjórnlagaþing

Kosið til Stjórnlagaþings á Kjarvalsstöðum
Kosið til Stjórnlagaþings á Kjarvalsstöðum Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fjórðung­ur kjós­enda vill að hætt verði við stjórn­lagaþing, sam­kvæmt nýj­um þjóðar­púlsi Gallup sem Rík­is­út­varpið greindi frá. Flest­ir vilja að full­trú­arn­ir 25 sem kosn­ir voru verði vald­ir í stjórn­laga­nefnd.

Niðurstaða þjóðar­púls Gallup var að 41% vilja stjórn­völd geti valið aft­ur þau 25 sem kos­in voru til stjórn­lagaþings. En 25% lands­manna vilja að hætt verði við stjórn­lagaþingið. Um 20% vilja að boðað verði til nýrra kosn­inga en 11,5% fresta þing­inu um tíma.

Nokk­ur mun­ur var á af­stöðu fóllks eft­ir bú­setu þess. Þannig vildu 19% höfuðborg­ar­búa hætta við þingið en 36% íbúa ann­ars staðar á land­inu.

Stjórn­lagaþing átti að hefjast á þriðju­dag­inn kem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert