Harmar ásökun um lögbrot

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar.
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Landsvirkjum kveðst harma að fyrirtækið og sveitarstjórn skuli hafa verið vænd um lögbrot. Það séu alvarlegar ásakanir sem Landsvirkjun hafnar alfarið.

Þetta kemur fram sem Landsvirkjun hefur sent frá sér vegna ummæla Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, í Silfri Egils í dag. Þar sagði hann að Landsvirkjun hafi mútað Flóahreppi í tengslum við gerð aðalskipulags hreppsins. 

Yfirlýsing Landsvirkjunar fer hér á eftir:

„Vegna ummæla Marðar Árnasonar þingmanns í Silfri Egils í dag vill Landsvirkjun koma eftirfarandi yfirlýsingu á framfæri:

Landsvirkjun harmar að fyrirtækið og sveitarstjórn hafi verið vænd um lögbrot. Hér er um að ræða alvarlegar ásakanir sem Landsvirkjun hafnar alfarið.

Landsvirkjun vinnur náið með sveitarstjórnum, eins og margir aðrir framkvæmdaraðilar, að verkefnum tengdum skipulagsvinnu sveitarfélaga og tekur þátt í að greiða fyrir verkefni tengd þeirri vinnu. Á þeim tíma sem samningar við Flóahrepp um greiðslur vegna framkvæmda tengdum skipulagsvinnu við Urriðafossvirkjun voru gerðir taldi Landsvirkjun skýrt að heimild væri í lögum til að taka þátt í greiðslum fyrir slík verkefni sveitarfélagsins. Nýlegur dómur Hæstaréttar staðfestir að svo hafi verið.

Um áramót tóku ný skipulagslög gildi og er þar kveðið skýrar á um hvaða verkefni tengd skipulagsvinnu framkvæmdaraðilum er heimilt að greiða fyrir og hvað ekki. Landsvirkjun mun eftir sem áður fara í hvívetna eftir því sem lagaramminn kveður á um í þeim efnum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert