Kærleikur í miðborginni

Kærleiksríkum borgarbúum og öðrum landsmönnum gefst nú kostur á að sýna kærleik í verki á hátíðinni Kærleikar, sem var sett  í dag klukkan 17:30 og mun standa til klukkan 18:30.

Hátíðin er á Austurvelli og er hluti af Vetrarhátíð.

Dagskráin er fjölbreytt, meðal annars verður gengin kyndlaganga í kringum Tjörnina ásamt Lúðrasveit Verkalýðsins.

Þá sameinast kórar Reykjavíkur við Reykjavíkurtjörn í fjöldasöng. Meðal annarra listamann sem verða á Kærleikum eru Þórður Guðnason maður ársins, Ragnheiður Gröndal söngkona, Leikhópurinn Perlan, Sönglist, Rauði Krossinn, Veraldavinir, Hlutverkasetur, Hjálparsveitirnar, Kór Langholtskirkju og fleiri .

Litur hátíðarinnar er rauður og fólk er hvatt til að koma rauðklætt á hátíðina.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert