Kærleikur í miðborginni

Kær­leiks­rík­um borg­ar­bú­um og öðrum lands­mönn­um gefst nú kost­ur á að sýna kær­leik í verki á hátíðinni Kær­leik­ar, sem var sett  í dag klukk­an 17:30 og mun standa til klukk­an 18:30.

Hátíðin er á Aust­ur­velli og er hluti af Vetr­ar­hátíð.

Dag­skrá­in er fjöl­breytt, meðal ann­ars verður geng­in kynd­la­ganga í kring­um Tjörn­ina ásamt Lúðrasveit Verka­lýðsins.

Þá sam­ein­ast kór­ar Reykja­vík­ur við Reykja­vík­urtjörn í fjölda­söng. Meðal annarra lista­mann sem verða á Kær­leik­um eru Þórður Guðna­son maður árs­ins, Ragn­heiður Grön­dal söng­kona, Leik­hóp­ur­inn Perl­an, Sönglist, Rauði Kross­inn, Ver­alda­vin­ir, Hlut­verka­set­ur, Hjálp­ar­sveit­irn­ar, Kór Lang­holts­kirkju og fleiri .

Lit­ur hátíðar­inn­ar er rauður og fólk er hvatt til að koma rauðklætt á hátíðina.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert