Skip á loðnuveiðum eru nú stödd um það bil miðja vegu á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, örfáar sjómílur undan landi. Skipin hafa verið að leita loðnu en í nótt var reyndar lítið hægt að hreyfa sig vegna slæmskuveðurs á svæðinu, að sögn skipsstjórnanda á Berki NK.
Fimm skip eru stödd á blettinum í um það bil þriggja sjómílna fjarlægð frá landi. Þegar blaðamaður mbl.is hafði samband við Börk NK var ekki að heyra á mönnum að mikið væri að gerast eða mikil loðna á svæðinu, heldur voru skipin mun fremur að bíða eftir því að veður lægði svo hægt væri að hreyfa sig áfram meðfram ströndinni í vesturátt.