Aðstandendur síðunnar kjósum.is hafa kært til lögreglu eina mögulega misnotkun kennitölu. Nú í morgun höfðu safnast 5.377 undirskriftir gegn nýjasta Icesave-samningnum og samþykkt hans.
Með undirskrift sinni skorar fólk á Alþingi að hafna frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninga Landsbankans.
Þeir sem skrifa undir áskorunina heita jafnframt á forseta Íslands að synja lagafrumvarpinu staðfestingar, verði það samþykkt. Undirskriftasöfnun er vefsíðunni kjosum.is. Samstaða þjóðar stendur að henni.
Hópurinn sem stendur að baki Samstöðu þjóðar verður kynntur á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu á mánudaginn kemur kl. 11.00.