Segi mútur og skrifa mútur

Mörður Árnason, alþingismaður.
Mörður Árnason, alþingismaður.

Mörður Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tel­ur að greiðsla Lands­virkj­un­ar fyr­ir gerð aðal­skipu­lags Flóa­hrepps og ým­is­legt annað í sveit­ar­fé­lag­inu í tengsl­um við að koma Urriðafoss­virkj­un inn á skipu­lagið hafi verið mút­ur. Þetta kom fram í Silfri Eg­ils í dag.

Verið var að ræða um Urriðafoss­virkj­un og aðal­skipu­lag Flóa­hrepps sem Svandís Svavars­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra, staðfesti ekki á sín­um tíma sem kunn­ugt er. Mörður sagði m.a. að sveit­ar­fé­lagið hafi ekki sett virkj­un­ina inn á skipu­lag fyrr en að gerðum samn­ingi við Lands­virkj­un.

Hann sagði að í samn­ingn­um hafi fal­ist að Lands­virkj­un myndi greiða fyr­ir skipu­lagið, setja bundið slitlag á tvo vegi óviðkom­andi virkj­un­inni, koma að vatns­veitu­fram­kvæmd­um í hreppn­um og bæta GSM sam­band í hluta hrepps­ins. Lands­virkj­un hafi því þrýst á sveit­ar­fé­lagið að setja virkj­un­ina inn á skipu­lagið.

Eg­ill Helga­son, um­sjón­ar­maður þátt­ar­ins, spurði Mörð hvort hann væri með þessu að segja að Lands­virkj­un hafi verið að múta sveit­ar­fé­lag­inu?

Mörður sagði að hægt væri að hafa bæði kurt­eis­leg orð um þetta og ókurt­eis­leg. 

„En úr því að þú spyrð þá segi ég mút­ur og skrifa mút­ur“ sagði Mörður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert