Undirskriftum fjölgar ört

Merki síðunnar Kjósum!
Merki síðunnar Kjósum!

„Við átt­um alls ekki von á þessu,“ sagði Axel Þór Kol­beins­son, einn af aðstand­end­um und­ir­skrif­a­söfn­un­ar­inn­ar kjos­um.is. Rúm­lega 7.600 manns höfðu skráð sig um kl. 16.00 í dag og en voru um 6.000 um kl. 12.00 í dag. Þó er ekki haf­in form­leg kynn­ing á síðunni.

Axel sagði að und­ir­skrift­asíðan hafi verið opnuð klukk­an 22.00 síðastliðið föstu­dags­kvöld, en form­leg opn­un átti að vera eft­ir blaðamanna­fund sem hald­inn verður klukk­an 11.00 í fyrra­málið. Hann sagði að þær góðu viðtök­ur sem síðan hef­ur fengið, hafi komið aðstand­end­um henn­ar á óvart. 

Hann sagði að hóp­ur­inn sem stend­ur að síðunni og kall­ar sig „Samstaða þjóðar gegn Ices­a­ve“ verði kynnt­ur á fund­in­um á morg­un. 

Með und­ir­skrift sinni lýs­ir fólk sig samþykkt eft­ir­far­andi texta: „Ég skora á Alþingi að hafna frum­varpi um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-reikn­inga Lands­bank­ans. Ég heiti jafn­framt á for­seta Íslands, herra Ólaf Ragn­ar Gríms­son, að synja því laga­frum­varpi staðfest­ing­ar, verði það samþykkt á Alþingi. Ég vil að þjóðin fái að úr­sk­urða um þetta mál.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert