Á fjórtánda þúsund undirskriftir

Vefsíða kjósum.is
Vefsíða kjósum.is

Á sjö­unda tím­an­um í kvöld höfðu á fjór­tánda þúsund und­ir­skrift­ir verið skráðar á vefsíðuna kjos­um.is.

Þar er hægt að skrifa und­ir áskor­un þess efn­is að Alþingi hafni frum­varpi um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-reikn­inga Lands­bank­ans. Jafn­framt er þar heitið á for­seta Íslands að synja því laga­frum­varpi staðfest­ing­ar, verði það samþykkt á Alþingi.

Vefsíðan kjos­um.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert