Endurupptöku synjað

mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstirétt­ur hef­ur synjað beiðni um end­urupp­töku kosn­inga til stjórn­lagaþings. Gísli Tryggva­son, sem kærði málið til Hæsta­rétt­ar, hef­ur greint frá þessu. Gísli sagðist ekki vilja tjá sig nán­ar um málið að svo stöddu, þegar mbl.is hafði við hann sam­band.

Hann seg­ir hins veg­ar í grein á vef Press­unn­ar að sér hafi borist svar frá Hæsta­rétti vegna máls­ins. Þar segi:

„Hæsta­rétti barst ósk yðar 8. fe­brú­ar 2011 um að mál um kosn­ing­ar til stjórn­lagaþings 27. nóv­em­ber 2010 verði end­urupp­tekið til nýrr­ar meðferðar og ákvörðunar.

Sam­kvæmt 4. mgr. 7. gr. laga nr. 15/​1998 um dóm­stóla fjölluðu und­ir­ritaðir dóm­ar­ar um ósk yðar. Á fund­um, sem haldn­ir voru 9. og 10. þessa mánaðar og í dag, var farið yfir öll þau rök sem þér hafið fært fram.

Það er niðurstaða Hæsta­rétt­ar að í er­indi yðar séu ekki komn­ar fram upp­lýs­ing­ar, máls­ástæður eða lagarök sem upp­fylla skil­yrði til þess að málið verði end­urupp­tekið til nýrr­ar meðferðar. Ósk yðar um end­urupp­töku fram­an­greinds máls er því synjað.“



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert