Icesave afgreitt af fjárlaganefnd

Icesave frumvarpið var afgreitt út úr fjárlaganefnd á sjöunda tímanum í kvöld. Oddný G. Harðardóttir, formaður nefndarinnar staðfesti þetta í samtali við mbl.is.

Oddný átti fundi með Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, klukkan rúmlega sjö í kvöld þar sem málið var sett á dagskrá þingsins. Þriðja og síðasta umræða um frumvarpið er eftir. 

„Það verður umræða á morgun, málið er komið á dagskrá. Mér þykir líklegt að það verði fundað fram á kvöld á morgun og síðan verði atkvæðagreiðsla á miðvikudaginn. En þetta er bara mín tilfinning og erfitt að fullyrða um hvernig þetta verður,“ sagði Oddný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka