Líf er að færast í bílamarkaðinn hér á landi eftir mikinn sölusamdrátt á síðustu þremur árum, að sögn Sverris Viðars Haukssonar, framkvæmdastjóra Heklu.
Þá hefur bílaleigan ALP samið við B&L og Ingvar Helgason um kaup á 215 bílum. B&L og Ingvar Helgason hafa nú gert samninga um sölu á um 400 bílaleigubílum.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að gert sé ráð fyrir að leigurnar kaupi alls um 2.000 bíla á árinu.