Mikið var að gera í sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þær upplýsingar fengust hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins að helgin hefði verið mjög erilsöm, með 30 til 40 sjúkraflutninga hvorn daginn, laugardag og sunnudag.
Slökkviliðið þurfti líka að sinna olíulekanum í Reykjavíkurhöfn. Þá varð eitt umferðarslys á Víkurvegi í Grafarvogi seinnipartinn í gær þar sem jeppi ók inn í hlið fólksbíls. Þrír voru fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra eru ekki talin vera alvarleg.