Fundur Samtaka verslunareigenda við Laugaveg og Íbúasamtaka miðborgar, þar sem málefni miðborgarinnar eru rædd hófst klukkan 18.
Yfirskrift fundarins er „Ofbeldið burt" og í fundarboði voru allir sem láta sig málefni miðborgarinnar einhverju varða hvattir til að mæta.
Á fundinum verða haldnar framsögur fulltrúa ýmissa hagsmunaaðila
og í lokin verða pallborðsumræður. Meðal þeirra sem eru á mælendaskrá eru Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, Páll Winkel, fangelsismálastjóri og Anna Þóra Björnsdóttir, verslunarstjóri gleraugnaverslunarinnar Sjáðu.
Auk þeirra mun Jón Gnarr, borgarstjóri, og fleiri gestir sitja í pallborði til að taka þátt í umræðum og svara spurningum fundargesta.