Rætt í nefndum Alþingis

Landsbankinn.
Landsbankinn. mbl.is/Árni Sæberg

Fjárlaganefnd mun í dag taka til umfjöllunar álitaefni er tengjast skuldabréfi sem NBI gaf út til skilanefndar Landsbankans. Fram kom í Morgunblaðinu á laugardag að skilanefndin hefði sent NBI og Bankasýslu ríkisins bréf, þar sem lýst er yfir áhyggjum af misræmi í gjaldeyrisflæði NBI.

Hefur skilanefndin af því áhyggjur að NBI geti aðeins greitt um 229 milljarða af 282 í erlendum gjaldeyri af þeim sökum, verði ekki gripið til annarra ráðstafana. Oddný Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að stjórnarformaður Bankasýslunnar muni koma á fund nefndarinnar í dag, auk fulltrúa fjármálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að viðskiptanefnd Alþings muni einnig taka sömu mál til umræðu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert