Skólastjórnendur áhyggjufullir

mbl.is/Kristján

Skólastjórnendur í Reykjavík eru uggandi um störf sín og áhyggjufullir, að sögn Ingibjargar Jósefsdóttur, formanns Félags skólastjórnenda í Reykjavík.

Hætta er á uppsögnum skólastjórnenda verði af áformum borgaryfirvalda um sameiningu og samrekstur grunn- og leikskóla. Ingibjörg segir mögulegar uppsagnir fyrst og fremst snerta stjórnendur, ekki kennara.

Í Morgunblaðinu í dag segir hún skólastjóra vilja taka þátt í umræðunni um sparnað en þeim þyki ekki tímabært að ráðast í sameiningu og samrekstur að svo stöddu. Lítill ávinningur sé af uppsögnum á þessu ári vegna biðlauna stjórnenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert