„Við erum sammála um að markmið með hernaðarlegri nærveru okkar á Íslandi eru að nýta sem best þau áhrif sem vera herliðs okkar á Íslandi þýða, um leið og við leitum leiða til að minnka viðveru okkar þar“.
Þetta kemur fram í bréfi sem Colin Powell, fv. utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í júlí 2001 og birt er á vef Rumsfelds.
Bandarísk yfirvöld tilkynntu lokun herstöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli í mars 2003, að áeggjan Rumsfelds, að því er talið er. Varnarliðið fór alfarið í lok september árið 2006.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að bréfin á vefsíðu Donalds Rumsfelds verði að teljast áhugaverð í ljósi þess að hann neitaði því í samtali við blaðið í október 2006 að hann hefði í mörg ár viljað flytja varnarliðið frá Íslandi.