Þingnefndir ræða Icesave í dag

Icesave-frumvarpið verður rætt í þingnefndum í dag.
Icesave-frumvarpið verður rætt í þingnefndum í dag. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Fjárlaganefnd Alþingis og efnahags- og skattanefnd ræða nú Icesave-frumvarpið, en frumvarpið á eftir að fara til þriðju umræðu í þinginu.

Gestir hafa verið boðaðir á fundi nefndanna til að fara yfir frumvarpið með alþingismönnum. Aðalyfirferð þingnefnda yfir mál er eftir fyrstu umræðu og flest mál fara ekki aftur til nefnda að lokinni annarri umræðu. Stærri mál fá hins vegar tvívegis yfirferð í nefndum áður en þau eru tekin til lokaafgreiðslu. Seinni yfirferðin er hins vegar yfirleitt styttri en sú fyrri.

Fundur fjárlaganefndar hófst kl. 9:30 í morgun. Annar fundur er boðaður í nefndinni að loknum þingfundi í dag, en búist er við að það skýrist kannski eftir þann fund hvenær málið verið tekið til lokaafgreiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert