Tillaga Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar, um að Icesave-málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu var felld á fundi fjárlaganefndar í dag. Einungis Þór og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, studdu tillöguna.
„Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins studdu hana ekki og það kom mér verulega á óvart, ekki einu sinni Kristján Þór Júlíusson sem hefur talað fyrir því opinberlega, þar á meðal á forsíðu Morgunblaðsins, að þetta ætti að fara í þjóðaratkvæðgreiðslu,“ sagði Þór.
Hann ætlar að bera tillöguna um þjóðaratkvæði upp á Alþingi á morgun.