Vildu láta ávíta ráðherra

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Golli

Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks hvöttu for­seta Alþing­is til að víta fjár­málaráðherra fyr­ir um­mæli sem hann lét falla í fyr­ir­spurn­ar­tíma þar sem rætt var um dóm Hæsta­rétt­ar vegna aðal­skipu­lags Flóa­hrepps.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks, sagðist gera sér grein fyr­ir því, að Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð væri arftaki bylt­ing­ararms jafnaðarmanna þar sem menn töldu sig ekki alltaf þurfa að fylgja lýðræðis­leg­um leik­regl­um eða lög­um til að ná settu mark­miði.

„En er það ekki áhyggju­efni þegar fram­kvæmda­valdið í land­inu er orðið und­ir stjórn slíkra afla, sem láta sig lög lands­ins engu varða og telja jafn­vel að það sé hlut­verk ráðherra að fara á svig við lög­in ef það hent­ar til að ná fram mark­miðum. Og bæt­ir svo við ásök­un­um um mútu­greiðslur," sagði Sig­mund­ur Davíð.

Fleiri þing­menn tóku í sama streng. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði að Stein­grím­ur hefði spurt hvort menn vildu virki­lega kaupa sér skipu­lag. „Þetta eru ein­hver ósmekk­leg­ustu orð sem hér hafa fallið og er þó af nógu að taka. Þarna er hæst­virt­ur fjár­málaráðherra að væna sveit­ar­fé­lagið Flóa­hrepp um að hafa stundað ein­hvers­kon­ar mút­u­starf­semi," sagði Ragn­heiður Elín. Krafðist hún þess að ráðherra bæði sveit­ar­fé­lög­in af­sök­un­ar á þess­um ásök­un­um. 

Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti þings­ins, sagði að fund­ur þing­flokks­formanna yrði hald­inn síðdeg­is og þar gætu þeir tekið þetta mál upp. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert