Vilja að þjóðin fái að kjósa aftur

Hópurinn sem stendur að baki undirskrifasöfnuninni á kjósum.is hélt blaðamannafund í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í dag til að kynna sig og söfnunina. Meðlimir eru ósammála um hvort það eigi að fara samningaleið í Icesave-málinu, en eru þó sammála um að þjóðin fái síðasta orðið.

Rúmlega tólf þúsund manns hafa nú skrifað undir á vefnum kjosum.is. Skorað er á alþingismenn að hafna frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Þá er heitið á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að synja lagafrumvarpinu staðfestingar, verði það samþykkt á Alþingi.

Vefur undirskrifasöfnunarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert