Vilja stytta hringveginn um 14 km

Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Sigmundur Ernir Rúnarsson. mbl.is/Ómar

Sjö þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela innanríkisráðherra að hlutast hið fyrsta til um að hafinn verði undirbúningur að gerð nýs vegar á svonefndri Svínavatnsleið (Húnavallaleið). Fjármögnun framkvæmda fari fram með töku veggjalda.

Fyrsti flutningsmaður er Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður. Fram kemur í greinargerð með tillögunni að þessi veglagningin verði að teljast ein arðsamasta samgönguframkvæmd sem mögulegt er að ráðast í. Með henni myndi hringvegurinn styttast um 14 kílómetra.

Áætla má að leiðin muni liggja af núverandi þjóðvegi 1 í landi Brekkukots, norðan Svínavatns og tengjast hringveginum aftur við Fagranes í Langadal. Þessi stytting myndi þýða að hringvegurinn lægi ekki um Blönduós eins og hann gerir í dag.

Tillaga þingmannanna
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert