26 heimilislækna vantar

Alls vantar heimilislækna í 26,3 stöðugildi en nú starfa 220 læknar við heilsugæslu á landinu í 200,45 stöðugildum. 

Þetta kemur fram í svari Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, á Alþingi við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. 

Þar kemur fram, að tölurnar séu fengnar frá rekstraraðilum heilsugæslu í landinu. 
Almennt séu stöður heimilislækna ætlaðar sérfræðingum í heimilislækningum. 

Svar velferðarráðherra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka