Frjálsi byrjaður að reikna lán að nýju

Frjálsi fjár­fest­ing­ar­bank­inn hef­ur haf­ist handa við end­urút­reikn­ing þeirra lána sem tveir dóm­ar Hæsta­rétt­ar frá í gær ná til. Seg­ir bank­inn að bú­ast megi við að það taki nokkr­ar vik­ur að ljúka þeirri vinnu.

Í til­kynn­ingu frá bank­an­um seg­ir, að niðurstaða beggja dóm­anna sé sú að ef láns­fjár­hæðin sé til­greind í ís­lenskri mynt og af­borg­an­ir séu í ís­lensk­um krón­um þá telj­ist lán­in vera í ís­lensk­um krón­um, jafn­vel þó orðalag samn­ing­anna að öðru leyti beri annað með sér.
 
Varðandi úr­lausn um vexti í mál­un­um hafi Hæstirétt­ur vísað til for­dæm­is rétt­ar­ins frá 16. sept­em­ber sl. þar sem lagt var til grund­vall­ar að reikna bæri lán­in miðað við óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands frá upp­hafs­degi.
 
„Niðurstaða Hæsta­rétt­ar er mun víðtæk­ari en lög sem sett voru á Alþingi í des­em­ber sl., en sam­kvæmt þeim var ein­ung­is skylt að end­ur­reikna geng­is­tryggð vaxta­bóta­hæf íbúðalán til ein­stak­linga. Niðurstaða Hæsta­rétt­ar tek­ur hins veg­ar til allra „geng­is­tryggðra“ lána bank­ans óháð því hver lán­tak­and­inn var eða til­gang­ur lán­tök­unn­ar," seg­ir í til­kynn­ingu frá Frjálsa fjár­fest­ing­ar­bank­an­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert