Fundað um Icesave í Valhöll

Frá fundinum í gærkvöldi.
Frá fundinum í gærkvöldi.

Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafnar því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi skipt um skoðun í Icesave málinu. Alltaf hafi verið stefnan að leita samninga. Þetta kom fram á fundi um Icesave sem Samband ungra sjálfstæðismanna stóð fyrir í Valhöll í gærkvöldi.

Auk Ásbjarnar héldu þeir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA og þeir Eiríkur S. Svavarsson hdl. og Sigurður Hannesson, stærðfræðingur, frá Indefence erindi.

Styrmir lagði á það áherslu að sjálfstæðismenn beittu sér fyrir því að almenningur fengi að kjósa um samninginn. Kannanir sýndu að þeir sem leggist gegn þjóðaratkvæðagreiðslu séu einkum hálaunamenn og sérfræðingar. Sjálfstæðisflokkurinn ætti hins vegar að standa vörð um hagsmuni allra stétta.

Gísli sagði áhættuna af endurheimtum úr þrotabúi gamla Landsbankans liggja alfarið hjá íslenska ríkinu. Sama gildi um þróun vaxta og gengis krónunnar. Tiltölulega litlar sveiflur þurfi til þess að kostnaður ríkisins aukist um tugi milljarða. Hann sagði alls óvíst að matsfyrirtækin myndu hækka lánshæfismat Íslands við samþykkt samninganna, en fjárlaganefnd hlyti að hafa rætt við fulltrúa þeirra.

Sigurður og Eiríkur lögðu á það áherslu að kröfur ríkisins í þrotabúið ættu að vera rétthærri en fyrirliggjandi samningur gerði ráð fyrir. Samningurinn myndi festa gjaldeyrishöftin í sessi, sagði Sigurður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert