Viðskiptanefnd Alþingis var í gær tjáð af fulltrúum Landsbankans og Bankasýslunnar að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af áhrifum gjaldeyrismisræmis í rekstri bankans á greiðslur af skuldabréfi sem gefið var út til gamla bankans.
Landsbankinn gæti keypt gjaldeyri fyrir þá 53 milljarða sem skilanefndin teldi að kynni að vanta upp á, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Í því samhengi má nefna að heildarvelta á innlendum gjaldeyrismarkaði í fyrra nam 45 milljörðum króna.