Menntasvið Reykjavíkur hefur ákveðið að draga til baka kennsluskerðingu í grunnskólunum, sem átti að koma til framkvæmda á næsta skólaári. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.
Haft er eftir Oddnýju
Sturludóttur, formanni menntaráðs Reykjavíkurborgar, að hækkun útsvars borgarbúa sé
réttlátasta leiðin til að verja skólastarfið.