Nokkrir hnúfubakar sáust í hvalaskoðunarferð sem var farin út frá Sandgerði í dag með skipinu Eldingu. Hnúfubakar hafa lítið sem ekkert sést í vetur.
Samkvæmt upplýsingum frá Eldingu ríkti að vonum ríkti mikil gleði um borð á meðal farþega og ekki síst áhafnarinnar. Hvalirnir voru aðeins um kílómetra frá landi.
Hnúfubakur er stærstur og þyngstur þeirra hvala sem sjást að jafnaði á þessum slóðum en hann getur orðið allt að 17 metrar að lengd og 40 tonn að þyngd.