Icesave á hraðferð

Icesave-samningurinn er á dagskrá fundar Alþingis sem hefst kl. 14 í dag. Frumvarpið var afgreitt úr fjárlaganefnd til þriðju umræðu undir kvöldmat í gær. Oddnýju G. Harðardóttur, formanni nefndarinnar, þykir líklegt að umræðan standi fram á kvöld og að atkvæði verði greidd á morgun.

Viðskiptanefnd afgreiddi frumvarpið í gærdag. Lilja Mósesdóttir, formaður nefndarinnar, telur að verið sé að hraða afgreiðslu frumvarpsins um of. Fólk verði að fá tíma til að kynna sér málið. „Það má ekki gleyma því að það er þjóðin, skattgreiðendur, sem kemur til með að borga þetta með hærri sköttum og skerðingu á velferðarþjónustu.“

Skoðanakönnun sem birt var í gær sýnir að meirihluti landsmanna, eða 62,1%, telur eðlilegt að íslenska þjóðin fái að segja álit sitt á Icesave-samningnum. MMR gerði könnunina fyrir Andríki 8.-11. febrúar sl.

Það að þjóðin fái að tjá hug sinn naut mests stuðnings meðal yngra fólks en úr stuðningnum dró með hækkandi aldri. Meirihluti var þó fyrir því í öllum aldurshópum að vísa málinu til þjóðarinnar. Afstaða kynjanna var mjög svipuð. Fleiri á landsbyggðinni voru fylgjandi því að þjóðin fengi að tjá sig en á höfuðborgarsvæðinu.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert