Samtökin InDefence segist telja, að eina leiðin til að ljúka Icesave málinu í sæmilegri sátt við þjóðina sé að þjóðin fái að kjósa um afdrif þess.
Er Alþingi því hvatt til þess að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave III samninganna.
Í tilkynningu frá InDefence segir, að í umsögn sinni um það frumvarp, sem nú er til meðferðar á Alþingi, hafi InDefence hópurinn ráðlagt fjárlaganefnd og Alþingi að sameinast um eina breytingartillögu sem hefði minnkað fjárhagslega áhættu þjóðarinnar.
„Alþingi sýnir enga viðleitni í því að berjast fyrir breytingum á samningunum og mæta þannig óásættanlegri fjárhagslegri áhættu Íslendinga," segir í tilkynningu InDefence.
Rúmlega 23 þúsund manns hafa skrifað nafn sitt á vefinn kjosum.is þar sem hvatt er til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið.