Samþykkt var taka tillögu Péturs H. Blöndals, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að Icesave samningurinn færi í þjóðaratkvæðagreiðslu á dagskrá þingsins.
Tillagan er sambærileg við tillögu Péturs frá því í fyrra.
„Ég tel að þetta hafi svo mikil áhrif á íslenska þjóð þannig að það sé eðlilegt að þjóðin fái að greiða atkvæði um það,“ sagði Pétur.
Sigurður Kári Kristjánsson sagði að tillagan væri sambærileg tillögu Þórs Saari um atkvæðagreiðslu, sú tillaga hefði haft á sér vissa annmarka. Þessi tillaga væri útfærð á þann hátt að verði hún samþykkt, þá ættu ekki að koma fram vandkvæði við framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu.
Mörður Árnason sagðist fullur aðdáunar á ókeypis lögfræðiaðstoð Sigurðar Kára og sagðist því ekki annað geta en samþykkt tillöguna.
Tillagan var samþykkt með 35 atkvæðum gegn einu. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði.