Kosið verði um ríkisábyrgð

Pétur Blöndal
Pétur Blöndal

Samþykkt var taka til­lögu Pét­urs H. Blön­dals, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, um að Ices­a­ve samn­ing­ur­inn færi í þjóðar­at­kvæðagreiðslu á dag­skrá þings­ins.

Til­lag­an er sam­bæri­leg við til­lögu Pét­urs frá því í fyrra.

„Ég tel að þetta hafi svo mik­il áhrif á ís­lenska þjóð þannig að það sé eðli­legt að þjóðin fái að greiða at­kvæði um það,“  sagði Pét­ur.

Sig­urður Kári Kristjáns­son sagði að til­lag­an væri sam­bæri­leg til­lögu Þórs Sa­ari um at­kvæðagreiðslu, sú til­laga hefði haft á sér vissa ann­marka. Þessi til­laga væri út­færð á þann hátt að verði hún samþykkt, þá ættu ekki að koma fram vand­kvæði við fram­kvæmd þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Mörður Árna­son sagðist full­ur aðdá­un­ar á ókeyp­is lög­fræðiaðstoð Sig­urðar Kára og sagðist því ekki annað geta en samþykkt til­lög­una.

Til­lag­an var samþykkt með 35 at­kvæðum gegn einu. Einn þingmaður greiddi ekki at­kvæði.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert