Lagt til að hækka útsvar

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. Heiðar Kristjánsson

Á fundi borg­ar­stjórn­ar Reykja­vik­ur í kvöld var kynnt til­laga um að  hækka út­svars­pró­sentu borg­ar­búa þannig að hún verði full­nýtt. Verði til­lag­an samþykkt, mun út­svarið hugs­an­lega hækka 1. júlí.

Til­lag­an verður síðan flutt í borg­ar­ráði næsta fimmtu­dag

„Það virðist vera hægt að fara í alls kon­ar viðhalds­verk­efni og fram­kvæmd­ir,“ sagði Kjart­an í sam­tali við mbl.is.

En er ein­hver önn­ur leið fær, til að halda uppi óbreyttri þjón­ustu í skól­un­um? 

„Já, það eru marg­ir mögu­leik­ar til að hagræða í borg­ar­kerf­inu og síðan hefði mátt halda áfram þeirri hagræðing­ar­vinnu sem var í gangi á síðasta kjör­tíma­bili. Við erum al­ger­lega á móti þess­um út­svars­hækk­un­um og það er gott að rifja upp að Besti flokk­ur­inn sagði í sinni kosn­inga­bar­áttu að þau vildu lækka út­svarið,“ sagði Kjart­an.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert