Lagt til að hækka útsvar

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. Heiðar Kristjánsson

Á fundi borgarstjórnar Reykjavikur í kvöld var kynnt tillaga um að  hækka útsvarsprósentu borgarbúa þannig að hún verði fullnýtt. Verði tillagan samþykkt, mun útsvarið hugsanlega hækka 1. júlí.

Tillagan verður síðan flutt í borgarráði næsta fimmtudag

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það vera með ólíkindum að hægt hefði verið að ráðast í ýmis önnur verkefni á kjörtímabilinu án þess að rætt hefði verið um að hækka útsvarið. 

„Það virðist vera hægt að fara í alls konar viðhaldsverkefni og framkvæmdir,“ sagði Kjartan í samtali við mbl.is.

En er einhver önnur leið fær, til að halda uppi óbreyttri þjónustu í skólunum? 

„Já, það eru margir möguleikar til að hagræða í borgarkerfinu og síðan hefði mátt halda áfram þeirri hagræðingarvinnu sem var í gangi á síðasta kjörtímabili. Við erum algerlega á móti þessum útsvarshækkunum og það er gott að rifja upp að Besti flokkurinn sagði í sinni kosningabaráttu að þau vildu lækka útsvarið,“ sagði Kjartan.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert