Mörður biður Vigdísi afsökunar

Mörður Árnason.
Mörður Árnason. mbl.is/Ernir

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og sagðist hafa skrifað Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, bréf og beðið hana afsökunar á harðneskjulegri fundarstjórn á fundi umhverfisnefndar þingsins í morgun.

Vigdís gekk af fundi nefndarinnar í morgun ásamt Birgittu Jónsdóttur, og skrifaði síðan Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta þingsins, að hún segði sig úr nefndinni vegna samstarfsörðugleika við Mörð Árnason, formann nefndarinnar.

Mörður sagðist vona að Vigdís endurskoðaði þá ákvörðun sína að segja sig úr nefndinni.

„Snýst um yfirgang og frekju í Merði“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert