Segir bæinn hafa greitt fyrir kosningabaráttu flokksins

mbl.is/Sigurður Bogi

Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kópa­vogi full­yrðir að Kópa­vogs­bær hafi verið lát­inn greiða fyr­ir kynn­ing­ar­efni í kosn­inga­bar­áttu Sjálf­stæðis­flokks­ins árið 2006. Hann bend­ir því til sönn­un­ar á reikn­ing sem bær­inn greidd að upp­hæð 187.750 kr.

Haf­steinn Karls­son, bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kópa­vogi, ritaði grein í Morg­un­blaðið í dag þar sem hann full­yrðir að bæj­ar­sjóður hafi greitt kostnað sem teng­ist kosn­inga­bar­áttu Sjálf­stæðis­flokks­ins árið 2006. Í grein­inni er hann að bregðast við áskor­un for­manns Sjálf­stæðis­flokks Kópa­vogs sem hvatti Haf­stein til að rök­styðja ásak­an­ir í garð flokks­ins.

Kosn­inga­bar­átta Sjálf­stæðis­flokks­ins þetta ár var háð und­ir slag­orðinu „Það besta fyr­ir Kópa­vog“. Í skjala­safni Kópa­vogs er að finna glæru­sýn­ingu sem ber þetta sama nafn. Í henni er talað um „kosn­inga­stefnu­skrá okk­ar“ og einnig er talað um „fram­komu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar“.

Glæru­sýn­ing­in var unn­in af fyr­ir­tæk­inu Frjáls miðlun ehf. og fyr­ir verk­efnið greiddi bær­inn 185.750 kr. Glæru­sýn­ing­in er sam­tals 50 síður. Frétta­vef­ur mbl.is óskaði eft­ir því við Kópa­vogs­bæ að sjá þetta skjal og var orðið við því.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert