Segja lög um gengistryggð lán gagnslaus

mbl.is/GSH

Sam­tök lánþega segja, að dóm­ur, sem féll í Hæsta­rétti í gær í máli fyr­ir­tæk­is gegn Frjálsa fjár­fest­ing­ar­bank­an­um vegna geng­is­bund­inna lána, sýni að lögaðilar njóti sama rétt­ar og ein­stak­ling­ar við upp­gjör á lán­um með ólög­mæta geng­is­trygg­ingu.

Því sé ljóst að um­rædd lög séu ekki aðeins gagns­laus til viðmiðunar við upp­gjör lána með ólög­mæta geng­is­trygg­ingu held­ur gangi þau í öll­um meg­in­at­riðum gegn rétti lánþega.

Því sé ljóst, að stöðva verði þegar inn­heimtu fjár­mála­stofn­ana á aft­ur­virk­um vaxta­greiðslum og jafn­framt verði Alþingi að end­ur­skoða lög­in og jafn­vel draga þau til baka. Enn­frem­ur verða fjár­mála­fyr­ir­tæki að senda lánþegum nýja út­reikn­inga vegna upp­gjörs á lán­um sem inni­halda ólög­mæta geng­is­trygg­ingu.

Um er að ræða mál, sem fyr­ir­tækið Tölvu-Póst­ur­inn ehf. höfðaði gegn Frjálsa fjár­fest­ing­ar­bank­an­um með fulltingi Sam­taka lánþega. Fyr­ir­tækið tók lán hjá Frjálsa fjár­fest­ing­ar­bank­an­um árið 2007 til hús­næðis­kaupa og taldi sig hafa of­greitt af lán­inu. Fé­lagið vildi fá viður­kennda kröfu í bú bank­ans en því var hafnað. 

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar

Heimasíða Sam­taka lánþega

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert