Segja lög um gengistryggð lán gagnslaus

mbl.is/GSH

Samtök lánþega segja, að dómur, sem féll í Hæstarétti í gær í máli fyrirtækis gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum vegna gengisbundinna lána, sýni að lögaðilar njóti sama réttar og einstaklingar við uppgjör á lánum með ólögmæta gengistryggingu.

Því sé ljóst að umrædd lög séu ekki aðeins gagnslaus til viðmiðunar við uppgjör lána með ólögmæta gengistryggingu heldur gangi þau í öllum meginatriðum gegn rétti lánþega.

Því sé ljóst, að stöðva verði þegar innheimtu fjármálastofnana á afturvirkum vaxtagreiðslum og jafnframt verði Alþingi að endurskoða lögin og jafnvel draga þau til baka. Ennfremur verða fjármálafyrirtæki að senda lánþegum nýja útreikninga vegna uppgjörs á lánum sem innihalda ólögmæta gengistryggingu.

Um er að ræða mál, sem fyrirtækið Tölvu-Pósturinn ehf. höfðaði gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum með fulltingi Samtaka lánþega. Fyrirtækið tók lán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum árið 2007 til húsnæðiskaupa og taldi sig hafa ofgreitt af láninu. Félagið vildi fá viðurkennda kröfu í bú bankans en því var hafnað. 

Dómur Hæstaréttar

Heimasíða Samtaka lánþega

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka